Flóð og fjara
Stórt vegghengi / Helgarnámskeið / 4. & 5. október
Stórt vegghengi / Helgarnámskeið / 4. & 5. október
7 in stock
Couldn't load pickup availability
Fyrstu helgina í október (4. & 5. okt) býð ég þér að verja með okkur helginni og skapa stórt og fallegt vegghengi sem getur verið glæsileg gjöf eða prýtt þitt eigið heimili, vinnustað eða sumarbústað.
Öll velkomin, bæði þau sem þekkja macramé og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref. Kennsla fyrir byrjendur er innifalin.
Hver þátttakandi hnýtir sitt eigið vegghengi, sitt eigið sköpunarverk á ca 60 cm viðarstöng, nokkrir litir í boði. Heilandi samverustund þar sem máttur handavinnunnar og sköpunarflæðið fær að njóta sín undir handleiðslu Heru. Byrjendur fá grunnkennslu og allur efniskostnaður er innifalinn
Námskeiðið er samtals 7 tíma og við hittums kl. 13-17 á laugardeginum & kl. 13-16 á sunnudeginum. Te og léttar veitingar í boði. Námskeiðið er haldið í stórum og rúmgóðum sal Móa Studio sem er á sama stað og Flóð & fjara í Bolhlti 4, 2. hæð.
Verðið er 30.900 kr.
Möguleiki á að skipta greiðslum í tvennt sé þess óskað. Hafið samband á netfangið flodogfjara@flodogfjara.com. Vakin er athygli á að nýta endurgreiðslur stéttafélaga.
Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt. Að leggja af stað með hugmynd og ásetning en leyfa flæði hugans, hjartans og handanna að skapa verkið og treysta því að útkoman verði sú sem hún á að vera. Þetta er frelsandi gjörningur og útkoman er þín.
Afbókunarskilmálar: Ef afbókað er með meira en tveggja sólarhringa fyrir vara fæst skráningagjaldið endurgreitt. Ef afbókað er innan tveggja sólarhringa fæst skráningagjaldið ekki endurgreitt en hægt erað eiga inneign hjá Flóð & fjöru að andvirði skráningagjaldsins.
Share

-
Sækja eða senda
Sjá nánar um skilmálaHægt er að sækja allar vörur á vinnustofu Flóðs og fjöru, Bolholti 4, 2. hæð
Dropp sér um að senda vörur þangað sem þú óskar. -
Handgert og umhverfisvænt
Allar vörur Flóðs og fjöru eru handgerðar og flest allir þræðirnir úr endurunnu efni sem kemur frá Póllandi. Reynt er eftir fremsta megni að hafa alla aukahlutir eins og viðarstangir, hringi og kúlur einnig umhverfisvæna.