Um Flóð & fjöru

Ég, Hera Sigurðardóttir er eigandi Flóðs & fjöru. Þegar lífið tók óvænta stefnu eftir slys árið 2020 var þörfin fyrir að skapa og vinna með höndunum mikil. Macramé hnýtingar eru einstaklega heilandi, hamingjuaukandi og hugarróandi. 

Flóð og fjara er handyrðastúdíó sem framleiðir vörur úr textíl aðallega með macramé hnútaaðferinni. Í Flóð og fjöru eru haldin macramé- og alls kona handavinnunámskeið í stúdíóinu í Reykjavík en einnig um allt land þegar kallið kemur.

Stúdíóið er staðsett á Rauðarárstíg 1 og þar er vinnustofan mín þar sem ég framleiði allar vörurnar og verkin mín. Þar er einnig verslurnar-, sýningar- og námskeiðsrýmið.

Í Flóð og fjöru eru haldin opin hannyrðakvöld og viðburði þar sem skapandi fólk kemur saman, styrkir tengslanetin, skiptist á hugmyndum og eykur þannig vellíðan með því að virkja huga, hjarta og hönd.

Flóð og fjara er samfélag fagfólks og áhugafólks um hannyrðir og skapandi vettvangur fyrir viðburði, námskeiðshald og verslun.

Í macramé eru mistök velkomin, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við en jafnframt er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram.

Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri.
Smiðjan hentar öllum þeim krökkum sem hafa áhuga á að skapa og vinna með höndunum. Engin handavinnukunnátta þarf að vera fyrir hendiSköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt. Að leggja af stað með hugmynd og ásetning en leyfa flæði hugans, hjartans og handanna að skapa verkið og treysta því að útkoman verði sú sem hún á að vera. 
Þetta er frelsandi gjörningur innan ramma upphafs og endis og útkoman er þín.

Hera heldur einnig tunglseremóníur í fjöru á nýju tungli í samstarfi við Hafdísi í Fargufu.is