Skip to product information
1 of 2

Flóð og fjara

Hekluð taska / uppskrift

Hekluð taska / uppskrift

Regular price 1.100 ISK
Regular price Verð 1.100 ISK
Sale Selt
Taxes included. Shipping calculated at checkout.

Heklaða taskan er fullkomin til að ferðast með smærri handavinnuverkefni á milli staða, undir liti og blokk, pikknikk fyrir einn, sólarvörn og bók á ströndina eða bara hvað sem er á ferðinni. Ég sjálf er hrifin af því að geta séð vel ofan í töskurnar mínar sérstaklega þegar ég er með handavinnuverkefni á ferðinni. Hingað til hef ég verið eins og Rauðhetta með körfuna mína en núna get ég verið flott á því með heklaða handavinnutösku í þeim lit sem passar mér þann daginn. Því það má eiga margar og þær mega vera í hvaða stærð og hvaða lit sem er.

Taskan er hekluð úr 5mm Braided Cord þræði frá Bobbiny
Í þessari uppskrift er hekluð lítil taska og í hana fer ein dokka eða 100 metrar af þræði.

Taskan er hekluð með 8 mm heklunál.

Hafðu til hliðar 4-5 x prjónamerki eða auka bönd í öðrum lit til að merkja.
Í lokin er gott að hafa heklunál í minni stærð td. 6 mm til að ganga frá endum.

Stærð töskunnar:
Lengd: 29 cm
Breidd: 9 cm
Hæð: 17 cm

View full details
  • Sækja eða senda

    Hægt er að sækja allar vörur á vinnustofu Flóðs og fjöru, Bolholti 4, 2. hæð
    Dropp sér um að senda vörur þangað sem þú óskar.

    Sjá nánar um skilmála 
  • Handgert og umhverfisvænt

    Allar vörur Flóðs og fjöru eru handgerðar og flest allir þræðirnir úr endurunnu efni sem kemur frá Póllandi. Reynt er eftir fremsta megni að hafa alla aukahlutir eins og viðarstangir, hringi og kúlur einnig umhverfisvæna.