Skip to product information
1 of 1

Flóð og fjara

Macramé körfuhekl / 23. maí

Macramé körfuhekl / 23. maí

Regular price 12.900 ISK
Regular price Verð 12.900 ISK
Sale Selt
Tax included. Shipping calculated at checkout.

Langar þig að læra að hekla körfur úr þykkum og girnilegum macramé bómullar þráðum?

Vertu þá velkomin í stúdíó Flóðs & fjöru á Rauðarárstíg 1, fimmtudaginn 23. maí kl. 19:00-21:00 með Heru Sigurðardóttur. Öll velkomin, bæði þau sem þekkja macramé og þau sem eru að heyra um það í fyrsta sinn.

Samverustundin hefst á hlýjum tebolla og léttum inngangi um töfra handavinnunnar og allt efni verður á staðnum. Hver þátttakandi fær efni í tvær körfur og hekl nál í stærð 8

Verðið er 12.900 kr.

Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt. Að leggja af stað með hugmynd og ásetning en leyfa flæði hugans, hjartans og handanna að skapa verkið og treysta því að útkoman verði sú sem hún á að vera. Þetta er frelsandi gjörningur innan ramma upphafs og endis og útkoman er þín.

Heilandi samverustund þar sem við fræðumst um það hvaðan macramé kemur, spjöllum um heilunarmátt handavinnunnar og lærum undirstöðu hnúta í macramé svo hægt sé að byrja að skapa, flæða og gera þitt eigið verk, það sem hugurinn, hjartað og hendurnar girnast.

View full details
  • Sækja eða senda

    Hægt er að sækja allar vörur á vinnustofu Flóðs og fjöru á Rauðarárstíg 1 - einnig er hægt að óska eftir að fá vörur sendar með því að senda póst á netfangið: herasigurdar@gmail.com

    Sjá nánar um skilmála 
  • Handgert og umhverfisvænt

    Allar vörur Flóðs og fjöru eru handgerðar og flest allir þræðirnir úr endurunnu efni sem kemur frá Póllandi. Reynt er eftir fremsta megni að hafa alla aukahlutir eins og viðarstangir, hringi og kúlur einnig umhverfisvæna.