Saumaklúbburinn

Síðasti saumaklúbbur ársins! Dásamlegt tækifæri fyrir okkur að hittast og njóta samveru með hvers kyns handavinnu hlakka til að fá ykkur í hús 29. nóvember milli kl. 19-22
Auk þess verður 10-20% afsláttur af ÖLLU macramé - Flóð & fjara býður einstakt tækifæri á að versla einstakt, íslenskt handverk með afslætti sem byrjar þetta kvöld 29. nóvember og lýkur laugardaginn 2. desember - afslátturinn gildir í vefverslun líka. Þetta eru einu afsláttadagur Flóðs & fjöru fyrir þessi jól.
Hlakka til að sjá ykkur í aðventufíling
Hvernig virkar Saumaklúbburinn:
✨ Opið hús á Rauðarárstig 1 - síðasta miðvikudagskvöldið í mánuði í allt haust
✨ Þú kemur með þína handavinnu og situr í góðum hópi fólks sem er mætt með sína handavinnu
✨ Aðgangur ókeypis

Saumaklúbbur Flóðs & fjöru er opinn öllum. Samverustund með handavinnu síðasta miðvikudag í mánuði kl. 20. Spjall og hlý stemning. Fáum kynningar og fræðslu. Fylgist með á samfélagsmiðlum.