Vatnslitamsiðjan - málað í núvitund / 3. október
Vatnslitamsiðjan - málað í núvitund / 3. október
Vatnslitasmiðjan - málað í núvitund verður haldin þann 3. október í Flóði og fjöru, Rauðarárstíg 1. Smiðjan stendur yfir frá kl.17:30-19:00. Allur efniviður verður á staðnum og verður hægt að taka verkin með sér heim í lokin.
Í smiðjunni leyfum við okkur að dvelja með litunum og efninu í núvitund. Hugsað verður um sköpunarferlið sem hugleiðslu til þess að mæta tilfinningum og skapa ró. Efnið er nýtt til þess að mynda hreyfingu á því sem er að bærast innra með okkur, án þess að þurfa endilega að skilja það, heldur fremur til að vera með því sem er. Við komum saman sem lítill hópur, njótum návistar hvers annars og höfum gaman.
Það þarf engan listrænan bakgrunn til þess að nýta litina á þennan hátt, heldur er þetta fremur einskonar vakandi hugleiðsla. Þessi úrvinnsla getur hjálpað okkur til þess að vinna úr því sem er að gerast í okkar ytra lífi, með því að vinna úr innri spennu eða losa um staðnaða orku sem getur hlaðist upp í lífi okkar. Það eitt að vinna með höndunum tengir okkur beint við hjartað og í meðvituðu flæði fylgjum við því fremur en huganum í þessu sköpunarflæði.
Aðgangseyrir er 4900kr og komast 8 manns að. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst á heimasíðu Flóð og fjöru.
Myndlistarkonan Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir sér um smiðjuna. Hún lauk B.A námi í myndlist árið 2015 frá Listaháskóla Íslands. Síðan þá hefur hún tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi sem og víða utan landsteinana. Einnig hefur hún haldið utan um smiðjur fyrir Borgarsögusafn Reykjavíkur, Barnamenningarhátíð og kennt í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Andrea starfar í dag sem myndlistarkona á sinni eigin vinnustofu og sem leiðbeinandi í Listaflinu á Laugarási, Landspítalanum.
--------------
Afbókunarskilmálar: Ef afbókað er með meira en tveggja sólarhringa fyrir vara fæst skráningagjaldið endurgreitt. Ef afbókað er innan tveggja sólarhringa fæst skráningagjaldið ekki endurgreitt en hægt erað eiga inneign hjá Flóð & fjöru að andvirði skráningagjaldsins.
-
Sækja eða senda
Sjá nánar um skilmálaHægt er að sækja allar vörur á vinnustofu Flóðs og fjöru á Rauðarárstíg 1 - einnig er hægt að óska eftir að fá vörur sendar með því að senda póst á netfangið: herasigurdar@gmail.com
-
Handgert og umhverfisvænt
Allar vörur Flóðs og fjöru eru handgerðar og flest allir þræðirnir úr endurunnu efni sem kemur frá Póllandi. Reynt er eftir fremsta megni að hafa alla aukahlutir eins og viðarstangir, hringi og kúlur einnig umhverfisvæna.