Skip to product information
1 of 1

Flóð og fjara

Krakka Macramé / Regnbogar & lauf / 24. október

Krakka Macramé / Regnbogar & lauf / 24. október

Regular price 7.900 ISK
Regular price Verð 7.900 ISK
Sale Selt
Tax included. Shipping calculated at checkout.

 

Í vetrarfríi grunnskólanna verður boðið uppá stakar smiðjur fyrir krakka í húsakynnum Flóðs & fjöru að Rauðarárstíg 1. Kennari er Hera Sigurðardóttir.

Regnbogar & lauf með hrekkjavöku ívafi : fim 24. október - fyrir hádegi fyrir 9-12 ára

Um námskeiðið:
Á námskeiðinu læra krakkarnir að gera lauf og regnboga með macramé hnúta aðferðinni. Börnin fá að prufa sig áfram með efnið, fá kennslu í hnýtingum og leiðbeiningu með hvernig þau vilja að verkið líti út að lokum.

Einstök leið til að vinna með höndunum og láta sköpunarflæðið njóta sín.

Nánari upplýsingar:
Smiðjan er frá kl. 9:00-12:00, fimmtudaginn 24. október, gott er að börnin hafi meðferðis létt nesti. Allt efni fyrir macramé vinnu verður á staðnum. Smiðjan fer fram í stúdíói Flóðs & fjöru á Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík. Þetta námsekið er fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára.

Verðið er 7900 kr.
Mán. 24.10.2024
Tímafjöldi: 3

Um kennarann:
Hera Sigurðardóttir er með menntun í mannfræði og hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af starfi með börnum en frá 2002-2015 starfaði hún hjá Reykjavíkurborg sem frístundaráðgjafi og verkefnastjóri á leikjanámskeiðum, í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Auk þess að hafa verið stundakennari í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Hera hefur mikla reynslu af því að valdefla og leiðbeina hópum og einstaklingum og ná fram sköpunarkraftinum og leikgleðinni.

Í macramé eru mistök velkomin, þannig lærum við og verðum betri í því sem við erum að fást við en jafnframt er auðvelt að breyta og bæta verkið með því að halda bara áfram. Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt fyrir fólk á öllum aldri.
Smiðjan hentar öllum þeim krökkum á þessum aldri sem hafa áhuga á að skapa og vinna með höndunum. Engin handavinnukunnátta þarf að vera fyrir hendi

View full details
  • Sækja eða senda

    Hægt er að sækja allar vörur á vinnustofu Flóðs og fjöru á Rauðarárstíg 1 - einnig er hægt að óska eftir að fá vörur sendar með því að senda póst á netfangið: herasigurdar@gmail.com

    Sjá nánar um skilmála 
  • Handgert og umhverfisvænt

    Allar vörur Flóðs og fjöru eru handgerðar og flest allir þræðirnir úr endurunnu efni sem kemur frá Póllandi. Reynt er eftir fremsta megni að hafa alla aukahlutir eins og viðarstangir, hringi og kúlur einnig umhverfisvæna.