4 vikna macramé vegghengi / 16.sept-7.okt
4 vikna macramé vegghengi / 16.sept-7.okt
Verið hjartanlega velkomin á 4 vikna námskeið macramé vegghengjanámskeið í haust. Við hittumst á mánudagskvöldum frá kl. 19:30-21:30 - dagana: 16., 23. og 30. sept & 7. okt.
Öll velkomin, bæði þau sem þekkja macramé og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Hver þátttakandi hnýtir sitt eigið vegghengi, sitt eigið sköpunarverk á 60 cm viðarstöng, nokkrir litir í boði. Heilandi samverustund þar sem máttur handavinnunnar og sköpunarflæðið fær að njóta sín undir handleiðslu Heru. Byrjendur fá grunnkennslu.
Hver stund hefst á hlýjum tebolla og allur efniviður verður á staðnum.
Verðið er 39.900 kr.
Aðeins er pláss fyrir 10 manns
Möguleiki á að skipta greiðslum í tvennt sé þess óskað.
Sköpun eykur vellíðan, að sjá verk verða til í þínum eigin höndum er valdeflandi og ánægjulegt. Að leggja af stað með hugmynd og ásetning en leyfa flæði hugans, hjartans og handanna að skapa verkið og treysta því að útkoman verði sú sem hún á að vera. Þetta er frelsandi gjörningur og útkoman er þín.
-
Sækja eða senda
Sjá nánar um skilmálaHægt er að sækja allar vörur á vinnustofu Flóðs og fjöru á Rauðarárstíg 1 - einnig er hægt að óska eftir að fá vörur sendar með því að senda póst á netfangið: herasigurdar@gmail.com
-
Handgert og umhverfisvænt
Allar vörur Flóðs og fjöru eru handgerðar og flest allir þræðirnir úr endurunnu efni sem kemur frá Póllandi. Reynt er eftir fremsta megni að hafa alla aukahlutir eins og viðarstangir, hringi og kúlur einnig umhverfisvæna.